Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að útgreiðsla slitastjórnar Landsbankans á til kröfuhafa í dag styðji við málstað íslenskra stjórnvalda gagnvart EFTA dómstólsins.

Þetta sagði Árni Páll á Alþingi fyrir skömmu en Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Árna Pál um málið í óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Gunnar Bragði bað Árna Pál um viðbrögð ríkisstjórnarinnar við fréttum af útgreiðslu slitastjórnar Landsbankans sem nú hefur greitt kröfuhöfum bankans sem eiga forgangskröfur um 432 milljarða króna.

Árni Páll sagði að réttast væri að fella málið niður í EFTA dómstólnum, engin ástæða væri til að reka málið áfram þar. Hann sagði að allt benti til þess að slitastjórn Landsbankans myndi endurgreiða allar samþykktar kröfur og í raun væri ekki um neitt mál að ræða sem þyrfti að reka fyrir dómstólum.

Þá sagði Árni Páll að niðurstaða Hæstaréttar, þar sem neyðarlögin svokölluðu voru staðfest, styðji enn frekar við málstað Íslendinga. Árni Páll sagði jafnframt að í samtölum við erlenda samstarfsbræður sína hefði hann ekki orðið var við að Íslendingar skuldi Bretum og Hollendingum neitt vegna Icesave málsins.