Árni Pétur Jónsson, nýráðinn forstjóri Skeljungs, hefur keypt hluti í fyrirtækinu fyrir tæplega 16 milljónir króna. Árni Pétur keypti tvær milljónir hluta á genginu 7,97 krónur á hlut.

Eftir viðskiptin á Árni Pétur 2,35 milljónir hluta í Skeljungi sem eru nærri 19 milljóna króna virði.

Skeljungur birti uppgjör á þriðjudaginn þar sem fram kom að hagnaður félagsins hefði lækkað um þriðjung milli ára. Hlutabréfaverð í Skeljungi hefur lækkað um 3,3% frá birtingu uppgjörsins.

Hér má lesa frekari fréttir um málefni Skeljungs: