Árni S. Pétursson hefur hafið störf á ráðgjafarsviði KPMG. Árni er viðskiptafræðingur og býr yfir 20 ára reynslu af fjármálamarkaði, í upplýsingatæknigeiranum og við ráðgjöf. Árni starfaði á árunum 2010 til 2015 sem yfirmaður viðskiptaþróunar og aðstoðarframkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Betware sem selt var til austurríska félagsins Novomatic.

Undanfarin ár hefur Árni starfað sem sjálfstæður ráðgjafi hjá Greenstone Consulting með áherslu á verkefni tengdum hugbúnaðarfyrirtækjum og fyrirtækjum í leikjageiranum í Evrópu. Á árunum 1998 til 2010 starfaði Árni á fjármálamarkaði, meðal annars hjá Landsbréfum, VÍS, Landsbankanum, og Credit Suisse í Lúxemborg.

Í starfi á ráðgjafarsviði KPMG mun Árni leggja megináherslu á ráðgjöf til fyrirtækja um  kaup, sölu og hlutafjáraukningar fyrirtækja.