Árni Sigfússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur ákveðið að segja skilið við stjórnmálin og mun stíga til hliðar við næstu sveitarstjórnarkosningar. Árni greinir frá þessu í aðsendri grein í Víkurfréttum í dag .

Í greininni segir hann ákvörðunin hafi legið fyrir í dálítinn tíma.  „Þessi ákvörðun er reyndar löngu tekin og löngu tilkynnt en vegna fjölda fyrirspurna enn í dag tel ég mikilvægt að ítreka þetta nú áður en val á lista fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ fer fram,“ segir Árni og bætir við seinna að nú sé annarra að taka keflið og þar séu margir hæfir.

Árni hefur verið oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ frá árinu 2002 en þar af var hann 12 ár bæjarstjóri. Þá var Árni borgarfulltrúi í þréttan ár eða frá 1986-1999 og gegndi embætti borgarstjóra í nokkra mánuði árið 1994.