Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, hefur selt hlutabréf í Skeljungi fyrir 20 milljónir króna. Árni seldi alls 2,25 milljónir hluta á genginu 8,78 í gegnum félagið sitt Hái klettur ehf. Frá þessu er greint í tilkynningu.

Enn fremur hefur Daníel Orri Árnason, sonur Árna Péturs, selt 100 þúsund hluti í Skeljungi á genginu 8,75 krónur og nema viðskiptin því 875 þúsund krónum. Í kjölfar viðskiptanna eiga feðgarnir enga hluti í Skeljungi.

Yfirtökutilboð stendur yfir á öllu hlutafé Skeljungs. Að baki tilboðsins standa þrjú félög; 365 hf., RES 9 og Loran. Yfirtökutilboðið nemur 8,315 krónum og hljóðar upp á ríflega tíu milljarða króna. Áðurnefnd félög hyggjast afskrá Skeljung úr Kauphöll Íslands.