Árni sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, ætlar að gefa kost á sér í starfið áfram. Frá þessu greinir hann á fésbókarsíðu sinni í færslu sem birtist í gær.

„Ég er hlaðinn orku til góðra verka. Við höfum undirbúið jarðveginn fyrir svo mörg spennandi tækifæri og ég vil fylgja þeim eftir á lokasprettinum. Mér hefur þótt mjög vænt um hvatninguna sem þessar vangaveltur mínar kölluðu á og finn mikinn stuðning utan við alla flokkspólitík. Því skulum við saman halda áfram í baráttunni við að byggja betra samfélag. Við þurfum að halda áfram að hlusta hvert á annað, án fordóma, óháð pólitískum flokkum. Kærleikur, virðing og mannréttindi þurfa að ráða för,“ segir Árni á síðunni.

Árni hefur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ um árabil. Áður var hann bæjarfulltrúi í Reykjavík og borgarstjóri um skeið.