Árni Sigurðsson hefur verið ráðinn yfirmaður stefnumótunar og þróunar, sem er ný staða hjá Marel. Árni mun vinna náið með forstjóra og framkvæmdastjórn í framþróun stefnumótunar Marel, ásamt því að vera ábyrgur fyrir yfirtökum og sölum, stefnumótandi verkefnum og almennum verkefnum sem stuðla að því að viðhalda og bæta samkeppnisstöðu Marel.

Árni Sigurðsson hefur hefur víðtæka þekkingu úr fjármálageiranum. Áður en hann gekk til liðs við Marel vann hann fyrir AGC Partners í London. Þá hefur Árni einnig starfað í Landsbankanum og var einn af lykilmönnum teymis Landsbankans sem veitti Marel ráðgjöf við yfirtökuna á Stork.

Árni er með MBA gráðu frá Harvard Business School og B.S gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands.