Kostnaður Urriðahæðar, félags í eigu Árna Harðarsonar, vegna þátttöku í hópmálsókn á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni verður alls á bilinu 81-86 milljónir króna.

Í samtali við Kjarnann í vikunni sagði Árni að Urriðahæð, sem á nú 61,2% hlut í málsóknarfélaginu hefði greitt lífeyrissjóðum samtals um 25-30 milljónir króna fyrir hlutabréf þeirra í Landsbankanum.

Í reglum málsóknarfélagsins segir að félagar, sem eiga fleiri en 500.000 hluti í Landsbankanum greiði 15% af nafnverði hlutafjárins til félagsins. Samkvæmt upplýsingum sem fyrir liggja á Urriðahæð alls 377,7 milljónir hluta í Landsbankanum og þarf því að greiða samtals 56,7 milljónir króna í félagsgjöld.

Alls gerir kostnaður Urriðahæðar því 81,7 til 86,7 milljónir króna.