Auglýsingastofan Brandenburg hefur ráðið tvo nýja hönnuði til starfa. Þetta eru þeir Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og formaður FÍT (Félag íslenskra teiknara) og Árni Þór Árnason, hönnuður og myndlistamaður.

Í tilkynningu frá stofunni kemur fram að báðir séu þeir með mikla reynslu úr hönnunar- og auglýsingabransanum. Ásamt því að starfa um árabil á Vinnustofu Atla Hilmarssonar, kennir Hörður við LHÍ og situr nú í stjórn ADC*E (Art Directors Club of Europe).

Árni Þór hefur komið víða við á veiðilendum auglýsingalandsins og starfaði áður hjá Góðu Fólki, Fastlandi og Fíton.

„Brandenburg hefur þar með lokið leikmannakaupum fyrir haustið og er býsna vel undirbúin fyrir auglýsingaveturinn framundan,“ segir í tilkynningunni auk þess sem taldir eru upp nokkrir af viðskiptavinum stofunnar, s.s. Wow air, Nýherji, Þjóðleikhúsið, MP banki og Kjörís.