Árni Tómasson, formaður Skilanefndar Glitnis, sat í stjórn Alfesca fyrir hrun, í umboði Ólafs, en hefur haldið sæti sínu sem stjórnarmaður eftir hrunið, nú í umboði skilanefndar Glitnis.

Samkvæmt ársreikningi Alfesca var Árni Tómasson var með 85 þúsund evrur, um 1,16 milljónir króna á mánuði, fyrir stjórnarstörf sín. Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Alfesca var með 196 þúsund evrur í laun frá fyrirtækinu árið 2010, eða sem nemur rúmlega 32 milljónum króna. Það gerir um 2,7 milljónir króna mánuði. Aðrir stjórnarmenn fengu minna.

Nánar er fjallað um Alfesca og málefni þess í Viðskiptablaðinu í dag.