Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, sagði á blaðamannafundi í dag að hann líti á það sem forgangsverkefni að afnema gjaldeyrishöftin. Höftin hafi í för með sér verulega langtímakostnað sem vegur upp á móti skammtímaávinningi þeirra. Arnór sagðist hafa verið þeirrar skoðunar allt frá allt frá hruni bankanna að eina færa leiðin væri að leita samstarfs við Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Blaðamannafundur var haldinn í Iðnó í dag að tilefni af því að efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og AGS er nú formlega lokið. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði á fundinum að við taki eftirfylgnisáætlun og verða fulltrúar AGS áfram með viðveru hér á landi. Slíkt fylgi alltaf þegar AGS lánar ríkjum fjármuni.