*

laugardagur, 4. desember 2021
Innlent 5. nóvember 2010 11:25

Arnór Sighvatsson: Ef þjóðin segir nei þá þarf að bæta peningastefnuna

Ritstjórn

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði á fundi Viðskiptaráðs í dag að það yrði að lokum þjóðin sem fær að ráða hvaða peningastefna er í landinu. Ef þjóðin segir nei í atkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið þarf að bæta framkvæmd peningastefnunnar.

Hann sagði að með bættri framkvæmd ætti hann við að Seðlabankinn þyrfti fleiri hagstjórnartæki en stýrivexti. Hann sagði að hægt sé að tala um þjóðhagsleg varúðartæki til þess að draga úr hættu á bankaþenslu. Þá sé hægt að beita kænsku á gjaldeyrismarkaði með kaupum og sölu á gjaldeyri. Þannig sé hægt að draga úr sveiflum.

Arnór sagði að það væri þó ljóst að sveiflum á gengi krónunnar væri ekki hægt að eyða.