Seðlabankinn ætlar að setja skatt á útstreymi gjaldeyris þegar stöðugleika verður náð á gengi krónunnar og dregið hefur saman á gengismun aflands- og álandskrónugengis, að sögn Arnór Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra.

Lilja Mósesdóttir spurði þá Arnór og Már Guðmundsson seðlabankastjóra á fundi viðskipta- og efnahagsnefndar Alþingis í dag hvers vegna skattur hafi ekki verið lagður á vaxtamunarviðskipti.

Arnór benti á að þau vaxtamunarviðskipti sem nú eru í gangi fela í sér útstreymi á gjaldeyri þegar fyrirtæki taki lán í krónum til að greiða erlend lán sín. Vaxtabreytingar hafi lítil áhrif á vaxtagreiðslur til erlendra aðila sem geti ekki flutt fé sitt úr landi  en geti dregið úr niðurgreiðslum erlendra lána fyrirtækja.

„Útstreymisskattur er nokkuð sem við teljum ekki að ráðlegt að taka fyrr en búið að er taka mestu spennuna. Þegar við sjáum muninn á aflandskrónugengi og álandakrónugengi þá munum við setja á slíka skatt,“ sagði Arnór.