*

laugardagur, 8. maí 2021
Fólk 11. nóvember 2020 10:30

Árný Björg til Þekkingar

Nýr ráðgjafi Þekkingar, Árný Björg Ísberg, er með áherslu á Microsoft lausnir, en hún kemur frá Advania.

Ritstjórn
Árný Björg Ísberg er nýr ráðgjafi hjá Þekkingu.
Aðsend mynd

Þekking hefur ráðið Árnýju Björgu Ísberg í stöðu ráðgjafa með áherslu á Microsoft lausnir. Árný hefur undanfarið starfað sem deildarstjóri þjónustuborðs Advania og þar áður sem vörustjóri hýsingarlausna á rekstrarsviði Advania.

Árný hefur komið að fjölbreyttum verkefnum og innleiðingum á sviði upplýsingatæknimála segir í fréttatilkynningu, og er reynsla hennar sögð nýtast viðskiptavinum Þekkingar vel við ráðgjöf og verkefnastýringu tengdum innleiðingum og kennslu.  

Árný er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á vörustjórnun frá Háskólanum í Reykjavík.