Fyrirliði karlalandliðsins í knattspyrnu, Aron Einar Gunnarsson, er nú orðinn 10% hluthafi í Bjórböðunum, sem rekin eru við hlið bruggsmiðjunnar Kalda á Árskógssandi. Hjónin Agnes Anna Sigurðardóttir og Ólafur Þröstur Ólafsson, sem eiga 22,24% í Bjórböðunum, stofnuðu Bruggsmiðjuna Kalda árið 2006, en Agnes er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Fyrir nokkrum árum var svo hafist handa við þróun svokallaðra bjórbaða við hlið verksmiðjunnar, að því er Vísir greinir frá, en þar er einnig veitingastaður. Aðrir hluthafar eru Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Guðjónsdóttir sem eiga 14,82%, og svo á Bruggsmiðjan Kaldi 25,33%, Birgir Guðmundsson 23,29%, Þórarinn Kristjánsson 2,65% og Sigurður Konráðsson 1,67%.

Hægt er að sjá myndband um Bjórböðin á heimasíðu Business Insider .