Athafnamaðurinn Aron Pétur Karlsson var í héraðsdómi Reykjavíkur seint í janúar úrskurðaður gjaldþrota. Aron Pétur var í Hæstarétti í september í fyrra dæmdur í tveggja og árs fangelsi og til þess að sæta upptöku á tæplega hundrað milljónum króna. Þá var hann dæmdur til að greiða Arion banka, Íslandsbanka og Glitni rúma 161 milljón króna.

Aron er sonur Karls Steingrímssonar, gjarnan kenndur við verslunina Pelsinn. Málið sem hann var dæmdur fyrir sneri að sölu félagsins Vindasúla á stórhýsi við Hverfisgötu til kínverska sendiráðsins árið 2007 fyrir 870 milljónir króna. Arion banki, Íslandsbanki og Glitnir áttu tryggingabréf með veði í húsinu. Þeir sökuðu Aron um að hafa beitt blekkingum við afléttingu skulda á húsinu og snuprað sig um allt að 300 milljónir króna við söluna. Í byrjun árs 2010 gerði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit á starfsstöð Arons og föður hans og fleirum sem sáu um viðskiptin og lagði hald á 93 milljóna króna meintan ávinning af fasteignaviðskiptunum.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður dæmt Aron í tveggja ára fangelsi vegna málsins og þyngdi Hæstiréttur refsinguna.