Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands segir að Ársæli Valfells, lektor í viðskiptafræði, muni starfa áfram fyrir Háskóla Íslands að svo stöddu en honum hafi verið gert að skila greinargerð um málið. Ekki verður brugðist við með neinum ákveðnum hætti á meðan málið sé í skoðun hjá háskólanum og lögreglu að hennar sögu. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ársæll hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir aðild sína að málinu en hann segist ekki hafa vitað um efni sendingarinnar sem var ætluð Gunnari Andersen. Ársæll hafi síðan afhent ritstjórn DV gögnin að beiðni Gunnars Andersen.