Arðsemi eigin fjár hefur aldrei verið betri hjá bönkunum þremur en á árinu 2004. Arðsemi Landsbankans var mest eða 50%, arðsemi Íslandsbanka var 40% og KB banka 22,6%. Á árinu 2003 var arðsemi eigin fjár þessara banka 30,1% hjá Íslandsbanka, 10,24% hjá Landsbankanum og 23,0% hjá KB banka. Markmið bankanna er að arðsemi eigin fjár sé ekki lægri en 15%.

Þetta þýðir að markmið þeirra er að heildarhagnaður ársins 2005 verði ekki lægri en 35 makr. m.v. eiginfjárstöðu í árslok 2004 ein og segir í Vikufréttum MP fjárfestingabanka.