Hagnaður FIH jókst úr 6,2 milljörðum króna í 7,2 milljarða króna á milli áranna 2004 og 2005. Arðsemi eigin fjár nam 13,1% á síðasta ári en hafði verið nálægt 10% á síðustu tveimur árunum á undan.

Bankinn reiknar með 10-15% útlánaaukningu á árinu 2006 en talsverður kostnaðarauki er fyrirséður á næstu misserum vegna uppbyggingar bankans á starfsemi markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og sérbankaþjónustu auk útvíkkunar lánastarfsemi í Svíþjóð. Tekjur munu því aukast talsvert á næstunni en hagnaður ekki að sama skapi eins og greiningardeild Íslandsbanka bendir á. Stjórnendur reikna með um 10% aukningu hagnaðar á milli áranna 2005 og 2006.