"Uppgjörið sýnir traustan rekstur bankans og mikla breidd í tekjumyndun. Arðsemi Kaupþings banka samstæðunnar var vel yfir markmiðum bankans eða liðlega 32,3% á fyrstu níu mánuðum ársins. Samhliða vexti í starfseminni hefur arðsemin verið vel viðunandi og gott aðhald í kostnaði. Áhrif yfirtökunnar á Singer & Friedlander sjást nú í fyrsta skipti í reikningum bankans, en á næstu 18 mánuðum stefnum við að því að auka arðsemi Singer & Friedlander í samræmi við markmið okkar um 15% arðsemi eigin fjár," segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri KB banka í tilkynningu vegna uppgjörsins.

Vöxtur er í starfsemi bankans á flestum markaðssvæðum, einkum í Bretlandi þar sem þriðjungur af tekjum bankans mynduðust á ársfjórðungnum."