Stan Kroenke meirihlutaeigandi enska knattspyrnuliðsins Arsenal tók það skýrt fram í tilkynningu til kauphallarinnar í London gær að hlutir fyrirtækis hans KSE UK,  í Arsenal séu ekki og hafi aldrei verið til sölu.

Ummælin komu kjölfarið á því að rússneski fjárfestirinn Alisher Usmanov lagði fram tilboð upp á 1,3 milljarða dollara tilboð í hlut KSE UK í Arsenal. Usmanov er næst stærsti hluthafi Arsenal með 30% eignarhlut.

Kroenke hefur verið mikið gagnrýndur af stuðningsmönnum Arsenal sem saka hann um að hafa meiri áhuga á fjárhagslegum árangri félagsins en árangri á knattspyrnuvellinum. Í tilkynningunni kom einnig fram að KSE líti á Arsenal sem langtímafjárfestingu og að sú stefna sé óbreytt.