*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Erlent 30. september 2016 19:21

Arsenal situr á 227 milljónum punda

Arsenal hefur hagnast um nær 1,2 milljónir punda á árinu. Aðeins Manchester United er fjárhagslega sterkara.

Ritstjórn
Emirates Stadium

Breska knattspyrnuliðið Arsenal situr á 226,5 milljónum punda. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg. Upphæðin nemur rúmlega 33 milljörðum íslenskra króna.

Aðdáendur félagsins virðast miskátir með stöðuna, þar sem þeir vilja sjá félagið ráðast í frekari fjárfestingar, þá sérstaklega á leikmönnum. 

Félagið er nú í svipaðri aðstöðu og Manchester United, sem situr á rúmlega 229 milljónum punda.

Arsenal hefur hagnast um nær 1,2 milljónir punda það sem af er ári, en tekjur félagsins námu rúmum 350 milljónum punda.

Stikkorð: Fótbolti Peningar Arsenal