„Við erum sátt við útkomu Exista úr ársfjórðungi sem reynst hefur fyrirtækjum í fjármálaþjónustu sérlega erfiður,“ segir Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður.

Hann segir að þrátt fyrir neikvæða afkomu, þá hafi Exista staðið vörð um sterkar fjárhagslegar undirstöður, öfluga lausafjárstöðu og framúrskarandi eignir.

„Við höfum hagað starfsemi Exista, kostnaðaraðhaldi og áhættustýringu með þeim hætti að tekist hefur að tryggja fjárhagsstyrk og lausafé félagsins á tímum umróts á alþjóðamörkuðum. Samhliða höfum við tekið mikilvæg skref við að skapa ný sóknarfæri, svo sem með kaupum á Skiptum. Ítök Exista í fjármálaþjónustu á Norðurlöndum halda áfram að aukast og skapa félaginu spennandi möguleika til framtíðar,“ segir Lýður.