*

fimmtudagur, 28. maí 2020
Innlent 4. mars 2020 15:58

Ársfundi Landsvikjunar slegið á frest

Ársfundi Landsvirkjunar hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Ný tímasetning tilkynnt síðar.

Ritstjórn
Frá erindi Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, á ársfundi Landsvikjunar í fyrra.
Haraldur Guðjónsson

Ársfundi Landsvirkjunar hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Til stóð að fundurinn færi fram á morgun á Hilton Reykjavík Nordica. Landsvirkjun greinir frá þessu í fréttatilkynningu.

Í tilkynningunni segir að Landsvirkjun sé mikilvægur hluti af innviðum samfélagsins. Sökum þess sæki að jafnaði fleiri hundruð gesta ársfundi Landsvirkjunar, auk fjölda starfsmanna, hvaðanæva að af landinu. Því hafi verið ákveðið að grípa til þessara varúðarráðstafana. Tilkynnt verði um nýja dagsetningu síðar.

Stikkorð: Landsvirkjun COVID-19