*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 16. apríl 2018 08:58

Ársfundur atvinnulífsins í dag

Framkvæmdastjóri Adam Smith stofnunarinnar ávarpar ársfund SA sem og farið verður yfir sögu fullveldisins.

Ritstjórn
dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smith stofnunarinnar í London er meðal þeirra sem munu ávarpa fundinn.
Haraldur Guðjónsson

Samtök atvinnulífsins halda í dag klukkan 14 ársfund sinn undir yfirskriftinni Framfarir í hundrað ár, sem er vísun í aldarafmæli fullveldisins.

Á fundinum sem er haldin milli 14:00 og 15:30 í Hörpu, þar sem auk Eyjólfs Árna Rafnssonar formanns samtakanna og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mun dr. Eamonn Butler framkvæmdastjóri Adam Smith stofunarinnar í London ávarpa fundinn.

Á fundinum verður boðið upp á svokallað tímaflakk um söguna, þar sem fjallað er um það sem hefur áunnist á hundrað árum og framtíðina.

Þátt taka Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel, Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, Orri Hauksson, forstjóri Símans, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Anna Svava Knútsdóttir, eigandi ísbúðarinnar Valdís ásamt Stefáni Pálssyni sagnfræðingi.

Halldór Baldursson mun teikna skopmynd morgundagsins á staðnum en fundinum stýrir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.