Ársfundur Landsvirkjunar hófst klukkan 2 í Silfurbergi í Hörpu í dag en hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum hér að neðan.

Landsvirkjun birti í morgun uppgjör sitt fyrir árið 2018 þar sem hagnaður jókst um 12% milli ára og nam 14 milljörðum króna. Tekjur félagsins hafa aldrei verið meiri.

Á fundinum munu Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkunar, og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, flytja ávarp.

Önnur erindi á ársfundinum eru:

  • Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar: Loftslagsmál eru orkumál
  • Björk Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun: Ný sýn á landslag og mannvirki
  • Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun: Endurhannaður vindmyllugarður fyrir ofan Búrfell
  • Ólöf Rós Káradóttir, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun: Ný ásýnd Hvammsvirkjunar
  • Rafnar Lárusson, fjármálastjóri Landsvirkjunar: Fjármál á tímamótum
  • Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Lansdvirkjunar: Endurnýjanleg orka er verðmætari