Kortasala hjá leikhúsum og Sínfóníuhljómsveitinni hefur farið afar vel af stað. Þrátt fyrir efnahagsþrengingar kaupir fólk árskort í meira mæli en áður.

Þrátt fyrir samdrátt í efnahagslífinu og minna ráðstöfunarfé heimilanna hefur sala á árskortum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands verið mun meiri í haust heldur en á sama tíma í fyrra. Þó var sala á kortum fyrir listaveturinn 2009/2010 sú mesta frá upphafi.

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sagði í samtali við Viðskiptablaðið allt benda til þess að salan árskortum fari langt fram úr væntingum. „Salan í fyrra var gríðarleg og fór þá langt fram úr væntingum og áætlunum. Viðbrögðin núna hafa verið mun meiri en við gerðum ráð fyrir og allt bendir til þess að þetta verði afar gott ár og salan töluvert meiri en í fyrra.“

-Nánar í Viðskiptablaðinu.