Nýtt stjórnarfrumvarp sem lagt hefur verið fram af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra opnar á fjórföldun á kaupaukum starfsmanna fjármálafyrirtækja. Ef frumvarpið verður að lögum þá má veita starfsmönnum kaupauka sem nemur allt að 100% af árslaunum að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Frumvarpið bíður fyrstu umræðu. Eins og áður þá þurfa fjármálafyrirtæki að fylgja lögum og sérstökum reglum sem Fjármálaeftirlitið setur í samræmi við lögin.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að ef kaupauki á að vera hærri en 25% af árslaunum þá þurfi heimild hluthafafundar til að hækka hlutfallið upp í 100%. Til að fá slíka heimild þarf samþykki minnst 2/3 hluta atkvæða hluthafa ef atkvæði greiða þeir sem ráða að minnsta kosti yfir helmingi hlutafjár.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Starfsfólk Isavia óánægt
  • „Mútuferðirnar“ heyra sögunni til
  • Ólga á álmarkaði
  • Eðlilegt að fresta viðurlögum
  • Óvissuþættir í útboði HB Granda
  • Abenomics drífur hagvöxt í Japan
  • Refsiaðgerðir eru stríð með öðrum leiðum
  • Starf fjármálastjóra er oft vanmetið
  • Hamskipti á húsnæðismarkaði
  • Orri Vigfússon, laxveiðimaður með meiru, í ítarlegu viðtali
  • Gunnar Bender spáir góðri veiði
  • Hægt er að kaupa 23 gasgrill af ódýrustu gerð fyrir það dýrasta
  • Codland framleiðir efni í bótoxmeðferðir
  • Nýi tónleikastaðurinn Mengi fyllir ákveðið tómarúm í tónleikaflóru borgarinnar
  • Nærmynd af Melkorku Ólafsdóttur, verkefnisstjóra tónlistar í Hörpu, er komin heim eftir flakk í áratug
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um þingmannafrumvörp
  • Óðinn skrifar um enn einn ársfund Seðlabankans
  • Týr skrifar um lagafrumvörp.
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndasíður og margt, margt fleira