Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæð­ inu hækkaði um 1,8% í maí og er árstaktur hækkunar nú 23,5%. Verð á fjölbýli hækkaði um 2,1% milli mánaða á meðan verð á sérbýli hækkaði um 0,8%. Greiningardeild Arion banka bendir á að raunverð íbúðahúsnæðis er nú komið þremur prósentustigum yfir fyrra hágildi frá árinu 2007 og er útlit fyrir að íbúðaverð gæti hækkað meira á næstu mánuðum.

„Þá má sjá merki um að framboð á markaði sé að taka við sér í meira mæli og að ásett fermetraverð, án tillits til aldurs og annarra eiginleika, fari lækkandi,“ segir einnig í greiningu Arion banka á húsnæðismarkaðnum. Einnig er bent á þá stað­ reynd að húsnæðisverð hefur verið að hækka hraðar en laun og ráðstöfunartekjur á síðustu mánuðum ættu að draga úr innistæðum fyrir verðhækkunum sambærilegum þeim sem hafa raungerst að undanförnu.