Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að tekjur ríkis og sveitarfélaga hefðu numið 2,4 milljörðum króna vegna reksturs Fjarðaráls á Reyðarfirði í fyrra. Þar eru meðtaldar skattgreiðslur starfsmanna, en laun og launatengd gjöld álversins námu 4,7 milljörðum króna.

„Meðalárslaun starfsfólks voru um 7,1 milljón króna. Meðaltekjur á landsbyggðinni árið 2011 voru hæstar á Austurlandi. Meginástæða þess er öflugur sjávarútvegur og álframleiðsla. Starfsfólk Fjarðaáls greiddi á sl. ári um 1,3 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar,“ segir Janne í grein sinni.

Háar upphæðir eftir í landinu

Fimm ár eru liðin frá því að álverið á Reyðarfirði hóf starfsemi. „Þar hafa síðan verið framleiddar um 1,6 milljónir tonna af áli og nemur útflutningsverðmæti þeirra um 400 milljörðum króna. Af þeirri fjárhæð hafa um 150 milljarðar orðið eftir í landinu. Við hjá Fjarðaáli erum mjög stolt af þessum árangri,“ segir forstjórinn.