Verðlag hækkaði um 0,3% milli mánaða á evrusvæðinu í apríl. 12 mánaða verðbólga er nú 3,3% en var 3,6% í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Þó er um að ræða talsvert meiri verðbólgu en fyrir ári síðan, en þá var verðbólga 1,9% á evrusvæðinu. Verðbólga hefur því aukist um rúmlega sjö af hundraði á tímabilinu.

Minnsta verðbólgan er í Hollandi og Þýskalandi, eða 1,7% og 2,6%. Mest er verðbólgan í Eystrasaltslöndunum Lettlandi, eða 17.4% og Litháen, 11,9%, og í Búlgaríu, 13,4%.