*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 25. nóvember 2021 09:31

Árs­verð­bólga 4,8% í nóvember

Verðbólgan eykst um 0,3% frá því í október þegar hún var 4,5%.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Árshækkun vísitölu neysluverðs nam 4,8% í nóvember, samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar, en verðbólgan mældist 4,5% í október. Vísitala neysluverðs án húsnæðis nam 3,0% í nóvember, líkt og í síðasta mánuði.

Hagstofan bendir á að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hafi hækkað um 1,1% á milli mánaða sem hafði 0,18 prósentustiga áhrif á vísitöluna.

Greiningardeild Íslandsbanka hafði spáð því að verðbólga myndi mælast 5,1%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 5% verðbólgu en Jakobsson Capital spáði 4,8% verðbólgu.

Stikkorð: verðbólga