Útsölur
Útsölur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Greiningardeild Arion banka spáir 0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs í júlí. Gangi spáin eftir mun ársverðbólgan mælast 4,7% í júlí samanborið við 4,2% í júní. Lækkun þessi á verðlagi má fyrst og fremst rekja til tímabundinna áhrifa frá sumarútsölum sem koma nú fram af fullum þunga í þessum mánuði. Heildaráhrif vegna sumarútsalanna eru talin verða -0,5% sem telst í lakari kantinum m.v. síðustu ár. Þó mun hækkun eldsneytisverðs, húsnæðisliðar og launa vegna kjarasamninga hafa áhrif til hækkunar. Þetta kemur fram í markaðspunktum greingardeildar Arion banka.

Þar segir að barátta Seðlabankans vil að viðhalda verðbólgu við markmið sitt sé töpuð í bili þar sem ársverðbólgan frá því apríl hefur mælst yfir 2,5% markmiði bankans. Gangi bráðabirgðaspá greingardeildarinnar eftir er útlit fyrir að tólf mánaða verðbólga verði koimn í 5,5% í september. Mun hún aukast frá júlímánuði þar sem verðlag hækkar þegar útsölum lýkur. Segir í spánni að sú hætta sé fyrir henda að hækkunin verði ívið meiri að þessu sinni þar sem kaupmenn munu margir margir hverjar nýta tækifærið og ýta öðrum kostnaðarhækkunum út í verðlagið.