Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í febrúar er 391,0 stig og hækkaði um 1,01% frá fyrri mánuði, samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar. „Vetrarútsölum er víða að ljúka og hækkaði verð á fötum og skóm um 5,3% (vísitöluáhrif 0,28%) og á húsgögnum, heimilisbúnaði o.fl. um 3,2% (0,20%). Verð á bensíni og díselolíu hækkaði um 3,0% (0,18%) og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 17,0% (0,16%),“ segir í fréttinni.

Þetta er nokkuð í takti við spár greiningaraðila sem gerðu ráð fyrir allt frá 6,4% og niður í 6,2% verðbólgu.

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,3% og vísitalan án húsnæðis mælist um 6,0%. Verðbólgan mældist 6,5% í síðustu mælingu.

Frétt Hagstofunnar .