Arthur Bogason hélt sæti sínu sem formaður Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi samtakanna í gær. Hann hlaut 30 atkvæði í endurkjöri um formannssætið, 61% atkvæða. Arnar Þór Ragnarsson frá smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði, fékk 19 atkvæði eða tæplega 39% atkvæða.

Arthur hefur verið formaður Landssambandsins frá stofnun þess árið 1985.

Fram kemur á vefsíðu Landssambandi smábátaeigenda að þrír seðlar voru ógildir.