Fjöldi framteljenda sem fékk arð af hlutabréfaeign dróst saman um 85% á milli álagningaráranna 2009 og 2010. Alls fengu 5.725 einstaklingar arð af hlutabréfum á síðasta ári samanborið við 37.317 árið áður. Arðurinn dróst saman um 11,2 milljarða á milli ára, eða um 21,4%.

Þá voru 1.347 framteljendur sem voru með hagnað af sölu hlutabréfa sem var 73% samdráttur frá fyrra framtalsári og hafa aldrei verið svo fáir frá því að Ríkisskattstjóri tók að tína þessar tölur saman árið 1997. Aftur á móti fengu fleiri einstaklingar vaxtatekjur af innstæðum í bönkum í fyrr