Samstæða Árvakurs hf., rekstrarfélags Morgunblaðsins, tapaði 42,3 milljónum króna á síðasta ári, en þetta má sjá í ársreikningi fyrirtæksins. Fyrirtækið hagnaðist um 6,2 milljónir króna árið 2013.

Rekstrartap fyrirtækisins fyrir skatta nam 52,8 milljónir króna. Hins vegar færði félagið 10,5 milljóna króna tekjuskattsinneign til tekna.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu nú 3.156 milljónum króna og drógust saman um 68 milljónir króna á milli ára. Aðrar tekjur námu 75,5 milljónum króna. Rekstrargjöld námu 3.217 milljónum króna og jukust um 33 milljónir króna frá fyrra ári.

Eignir Árvakurs námu 2.112 milljónum króna í lok ársins en skuldir voru 1.093 milljónir króna. Nam eigið fé fyrirtækisins því 1.018 milljónum króna í árslok og var eiginfjárhlutfall 48%. Hlutafé félagsins var aukið um 80 milljónir króna á reikningsárinu.

Þórsmörk ehf. á 100% hlutafjár í Árvakri. Hægt er að sjá eigendur Þórsmerkur á vef Fjölmiðlanefndar .