Matvörukeðjan Asda í Bretlandi hefur farið fram á að erlendir birgjar verði undanþegnir reglum sem eiga að koma í veg fyrir að stórar matvöruverslanir geti beitt stærð sinni til að þvinga birgja til að lækka verð.

Breska samkeppniseftirlitið hefur lagt fram tillögur um að settar verði reglur sem komi í veg fyrir að stórar verslunarkeðjur geti í krafti stærðar sinna þvingað litla birgja og bændur til að lækka verð óeðlilega mikið til að tryggja hillupláss í verslunum.

Rannsókn samkeppniseftirlitsins hafið leitt í ljós að töluvert væri um að slíkt væri gert.

Asda, sem er önnur stærsta keðja matvöruverslana í Bretlandi, hefur farið þess á leitt við breska samkeppniseftirlitið að erlendir birgjar verði undanþegnir þessum reglum.

Helstu rök Asda eru þau að erlendir birgjar séu ekki eins háðir innanlands markaði í Bretlandi og enskir birgja þar sem þeir stundi einnig viðskipti í öðrum löndum.