Þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, eigendur einkahlutafélagsins Hagamelur ehf, samþykktu á hluthafafundi félagsins á Gamlársdag í fyrra að greiða sér tæpar 336,2 milljónir króna út úr félaginu. Greiðsluna fá þeir á þessu ári. Hagamelur er með stærri hluthöfum í Högum og VÍS. Þremenningarnir hafa fengið tæpar 200 milljónir króna í arð af hlutabréfaeign sinni í gegnum tíðina. Þremenningarnir eiga hver sinn þriðjunginn í félaginu og skiptast greiðslur úr því jafnt niður á þá.

Hagamelur ehf hefur frá fyrstu tíð verið firnasterkt félag. Hagnaður þess árið 2012 nam 725 milljónum króna. Hagnaðurinn lá að nær öllu leyti í gengishækkun á hlutabréfum félagsins. Við lok árs 2012 nam virði eigna Hagamels rúmum 2,2 milljörðum króna.

Hallbjörn Karlsson vildi ekki tjá sig um málið spurður hver ástæðan sé fyrir útgreiðslunni. „Við erum ekkert að tala um félagið,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • 60% hótela rekin með tapi
  • 200 mál bíða afgreiðslu Alþingis
  • Slök ársbyrjun á hlutabréfamörkuðum
  • 30 milljarðar greiddir inn á Íbúðalán
  • Biðin er farin að kosta kröfuhafa föllnu bankanna háar fjárhæðir
  • Telur ólíklegt að verðtryggingardómur verði bönkunum í óhag
  • Oz gerir samning við Sony
  • Krafan um samfélagsábyrgð eykst
  • Fasteignaverð rýkur upp
  • Orkutap í lífrænu eldsneyti
  • Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir hefðbundið tekjumódel fjarskiptafyrirtækja heyra sögunni til.
  • Veiðin gengur vel í Varmá
  • Lúxusbílar seljast vel í Kína
  • Kröfuhafar Brimholts fá lítið
  • Nýr forstjóri Skeljungs ferðast með fjölskyldunni
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um kosningabaráttuna í borginni
  • Óðinn skrifar um markaðsbúskap og áætlunarbúskap
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira