Þó engar líkur séu á aukinni einkavæðingu ætti hið opinbera hinsvegar að úthýsa hluta þjónustunnar og búa til samkeppni. Þetta sagði Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Evu og Sinnum, á fundi Félags atvinnurekenda. Hún segir það vera langt því frá að botninum sé náð í heilbrigðismálum hér á landi og lagði áherslu á að miklu verri tímar væru framundan. Engin kerfisbreyting hafi verið gerð frá því sjúkrahúsin í Fossvogi og Hringbraut voru sameinuð.

Heilsumarkaðurinn veltir um 150 milljörðum ári og þar er sjúkrahúsþjónustan stærst og öldrunarþjónustan næststærst. Mestur vöxtur er vegna þess að fjöldi 65 ára og eldri er að vaxa hratt, sagði Ásdís. Því er óásættanlegt að sífellt sé skorið niður til heilbrigðismála þangað til allt verður vitlaust og ákveðið er að auka fjárveitingar. Síðan er haldið áfram með niðurskurð.

Eva vinnur nú að lækna- og heilusmiðstöð í Ármúla sem mun opna vorið 2015.