*

þriðjudagur, 26. janúar 2021
Innlent 25. september 2016 11:54

Ásdís Halla gefur út bók

Ásdís Halla Bragadóttir hefur skrifað fjölskyldusögu sína og móður sinnar og á bókin að koma út í lok október.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, hefur skrifað bók sem mun koma út í októberlok. Kemur þetta fram í færslu sem hún setur á Facebook síðu sína.

Þar kemur fram að bókin hafi verið fimm ár í vinnslu og að efni hennar sé fjölskyldusaga hennar og móður hennar, „tvær sögur sem fléttast saman í eina og vonandi áhugaverða heild.“

Bókin verður gefin út af bókaútgáfunni Veröld og er nú í prentun í útlöndum. Segist Ásdís Halla gera ráð fyrir því að hún komi til landsins í lok október.

Færsla Ásdísar Höllu í heild sinni:

Úps ... nú er að koma að því! Eftir 5 ára meðgöngu og sárar fæðingarhríðar síðastliðið ár er hún að koma í heiminn, 23,6 cm og rúmlega 3 merkur. Afkvæmið er fjölskyldusaga mömmu – og í raun mín eigin líka – tvær sögur sem fléttast saman í eina og vonandi áhugaverða heild. Ég er afskaplega þakklát móður minni fyrir að hafa lagt í það með mér að segja söguna – sem hvorki var sjálfsagt né auðvelt. En varla var búið að klippa á naflastrenginn þegar hún var tekin af mér og send í verksmiðju í fjarlægu landi. Pétur Márog Bjarni hjá bókaútgáfunni Veröld lofa því hins vegar að við sjáumst aftur í lok október.

Stikkorð: Halla Bragadóttir Ásdís