Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur hefur tekið við starfi forstöðumanns Greiningardeildar Arion banka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka.

„Ásdís lauk BS prófi frá Verkfræðideild Háskóla Íslands árið 2002 og síðan MS prófi í hagfræði frá Viðskipta- og hagfræðideild sama skóla árið 2006. Hún hlaut réttindi sem löggiltur verðbréfamiðlari árið 2010.  Ásdís starfaði um skeið hjá fjármálaráðuneytinu en hóf störf hjá Greiningardeild Kaupþings sem efnahagsgreinandi árið 2006. Ásdís er gift Agnari Tómasi Möller verkfræðingi og eiga þau tvö börn.

Ásgeir Jónsson, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns greiningardeildar frá árinu 2006, hefur tekið við lektorsstöðu í  hagfræði við Háskóla Íslands.  Ásgeiri eru þökkuð vel unnin störf fyrir bankann og honum óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.“