Matsfyrirtækið Moody`s hækkaði í gær lánshæfiseinkunn Aserbaídsjan í erlendri mynt. Ástæðan var sögð betra ástand í ríkisfjármálum og aðgerðir landsins til að þurfa síður að reiða sig á olíuiðnaðar.

Aserbaídsjan er nú í svokölluðum fjárfestingaflokki (Baa3) og horfur sagðar stöðugar. Þetta þýðir að Aserbaídsjan er í sama flokki og Ísland en einnig lönd eins og Lettland, Rúmenía og Króatía.