Máli sérstaks saksóknara gegn fjórum aðilum sem ákærðir voru fyrir gjaldeyrissvik var vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Á meðal þeirra sem ákærðir voru í málinu voru Markús Máni Michaelsson, Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson og Ólafur Sigmundsson.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins gerðu verjendur sakborninga athugasemdir við þætti í ákærunni og var henni vísað frá vegna óskýrleika.

Fjórmenningarnir eru grunaðir um að hafa á tímabilinu 25. mars 2009 til 2. nóvember 2009 haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi. Þau gjaldeyrisviðskipti hafi ekki verið í samræmi við gjaldeyrislög.