Stjórnendur og söluaðilar hjá bandaríska snyrtivörufyrirtækinu Nu Skin geta verið með allt frá 500 dölum á mánuði að lágmarki og upp í 40.000 dali. Þetta gera 62.000 krónur og upp í fimm milljónir króna. Fyrirtækið er umsvifamikið hér á landi. Hjá fyrirtækinu um heim allan starfa 855 þúsund sölumenn og námu tekjur þeirra 1,74 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra. Það jafngildir 219 milljörðum íslenskra króna. Á sama tíma hefur gengið erfiðlega að afla upplýsinga um umsvif og rekstur Nu Skin hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum frá Nu Skin starfa á svokölluðu EMEA-svæði 48.164 stjórnendur hjá fyrirtækinu, 4.581 dreifingaraðili og eru virkir viðskiptavinir 118 þúsund talsins. EMEA-svæðið nær hins vegar yfir Evrópu, Miðausturlönd og Afríku. Í svari sem forsvarsmenn Nu Skin hafa sent Viðskiptablaðinu er allri dulúð hins vegar vísað á bug. Í svarinu segir: Við erum ekkert leynifyrirtæki.

Fyrrverandi bæjarstjóri hagnast á Nu Skin

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, greindi frá því í viðtali við DV á árinu að hún hefði um hálfa milljón króna í mánaðartekjur af kynningarfyrirlestrum um Nu Skin. Þegar haft var samband við Ásdísi Höllu vísaði hún á höfuðstöðvar fyrirtækisins í Danmörku og sagðist ekki hafa heimild til að tjá sig um Nu Skin. Íslandsdeild Nu Skin starfar í Danmörku en þar eru jafnframt höfuðstöðvar fyrirtækisins fyrir Norðurlöndin.

Ítarlega er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er :

  • Mæla gegn kaupum á hlutabréfum Vodafone
  • Icelandair Group vill kaupa 12 til 16 nýjar farþegaþotur
  • Íbúðalánasjóður þarf 48 milljarða til viðbótar
  • Rekstrarfé Íslenskrar erfðagreiningar er að klárast
  • Nesvellir glíma við skuldavanda
  • Yfirtaka DV ekki á dagskrá
  • Tryggingasjóður hentar ekki hér á landi
  • Eigið fé MP Banka aukið á nýju ári
  • Nýr tölvuleikur CCP kemur út á næsta ári
  • Verðbólueinkenni á listmarkaði
  • Lífeyrissjóðir eru að ljúka viðræðum við Kaupþing
  • Hörður Arnarson, forstjori Landsvirkjunar, í ítarlegu viðtali
  • Nærmynd af Balvini Þorsteinssyni, nýjum forstjóra Jarðborana
  • Ýmislegt um líkamsrækt og heilsubót
  • Útlendingar sækja hingað í þyrluskíðaferðir
  • Óðinn fjallar um vöxt ríkisútgjalda
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um Göran Persson og íslenskt efnahagslíf
  • Myndasíður, pistlar og margt, margt fleira