Greinargerð um kosti þess að setja þak á verðbætur verðtryggðra fasteignalána var kynnt í velferðarráðuneytinu í dag. Ásgeir Jónsson, lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, en hann segir slíkt þak vera raunhæfan kost fyrir ákveðna hópa. Hann skoðaði kosti og galla þess að setja 2% hámark á raunvexti á verðtryggðum lánum og að setja 4% hámark á verðbætur verðtryggðra fasteignalána. Fram kemur að öll rök mæli gegn því að setja hámark á raunvexti

Ásgeir segir að þetta geti opnað dyr að lánastofnunum þar sem þessi trygging ætti að hluta til að geta komið í stað kröfu um hátt hlutfall eigin fjár.