Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, vonast til þess að eftir kosningar verði lögð meiri áhersla á að auka útflutning og auka tekjusköpun. Hann segir skuldir ríkisins of háar og því erfitt að hugsa um almenna niðurfellingu skulda heimilanna.

Ásgeir segir það hafa verið mistök að láta kröfuhafa fá nýju bankana en Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er því ekki sammála.