Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia, hefur tekið við formennsku í stjórn Borealis Alliance. Þetta var tilkynnt á stjórnarfundi samtakanna sem haldinn var í Helsinki í Finnlandi 24. október síðastliðinn.

Borealis Alliance eru samtök níu fyrirtækja í flugleiðsöguþjónustu og er Isavia meðlimur í þeim. Aðrir meðlimir eru flugleiðsögufyrirtæki eftirtalinna landa: Bretland (NATS), Írland (IAA), Finnland (ANS Finland), Noregur (AVINOR), Danmörk (NAVIAIR), Eistland (EANS), Svíþjóð (LFV) og Lettland (LGS).

Ásgeir, sem hefur verið varaformaður, tekur við formennsku í stjórn Borealis Alliance af Martin Rolfe, forstjóra NATS í Bretlandi. Ásgeir gegnir embættinu næstu 18 mánuðina.