Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason hdl. hefur verið ráðinn forstöðumaður lögfræðisviðs MP banka. Hann tekur við af Jóhanni Tómasi Sigurðssyni, sem hefur tekið við sem forstöðumaður fyrirtækjaþróunar hjá bankanum.

Fram kemur í tilkynningu frá bankanum að Ásgeir hafi starfað sem lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu frá árinu 2009. Þar sinnti hann lögfræðiráðgjöf vegna fjárhagslegs uppgjörs afleiðusamninga, fjármálaþjónustu, verðbréfa- og kauphallarréttar, félagaréttar og fjárhagslegri endurskipulagningu. Ásgeir Reykfjörð kemur til MP banka hf. frá skrifstofu LOGO í London.

Áður starfaði Ásgeir hjá Straumi fjárfestingarbanka hf.  um nokkurra ára skeið á lögfræðisviði og síðar regluvörður samstæðunnar. Hann er stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík og hefur að auki sinnt kennslu við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og lagadeild Háskólans á Bifröst.

Ásgeir Reykfjörð mun hefja störf hjá MP banka í byrjun október næstkomandi.