Allt bendir til þess að viðsnúningur sé að verða í íslensku efnahagslífi og hægur bati sé framundan næstu árin. Staðan á vinnumarkaði verður áfram erfið en mun lagast í takt við batnandi efnahagslíf. Í lok spátímans verður atvinnuleysið komið niður í 5,2%. Tímabundnar aðgerðir stjórnvalda styðja við heimilin og staða þeirra vænkast nokkuð en verður áfram þröng.

Þannig hljómar upphaf endurskoðaðrar hagspár ASÍ fyrir árin 2011-2013. Hagdeild ASÍ spáir því að eftir tveggja ára samdrátt fari landsframleiðsla vaxandi á þessu ári og aukist um 2,5%. Hægur vöxtur verður áfram á árunum 2012 og 2013 þar sem landsframleiðslan vex um ríflega 2% á ári.

Lausn á Icesave og traust eykst

Í spánni er gert ráð fyrir því að lausn náist á árinu í Icesave-deilunni og traust á íslensku efnahagslífið aukist í kjölfarið , þannig að aðgengi að erlendu lánsfé batni. „Ef Icesave-deilan dregst hins vegar á langinn má gera ráð fyrir að það hamli en frekar aðgengi að lánamörkuðum erlendis og tefji framkvæmdir við uppbyggingu atvinnulífsins enn frekar,“ segir í spá ASÍ.

Hagspá ASÍ má nálgast hér .